Menu
Súkkulaði- og berjadraumur

Súkkulaði- og berjadraumur

Þessi kaka er dásamlega góð og ekki skemmir það fyrir hvað hún er falleg. Æðisleg í veisluna fyrir hvaða tilefni sem er.

Kökubotnana er auðvelt að gera og sniðugt að gera þá daginn fyrir og eiga þá bara eftir að setja kökuna saman svo að berin séu sem ferskust.

Innihald

12 skammtar

Kaka:

bollar hveiti
bollar sykur
bolli kakó
espresso duft
matarsódi
lyftiduft
salt
egg
grísk jógúrt frá Gott í matinn
bollar vatn
bolli olía
vanilludropar

Rjómi:

rjómi frá Gott í matinn
bolli flórsykur
vanilludropar

Súkkulaðibráð:

súkkulaði
smjör

Ber:

T.d. Jarðarber, bláber og hindber

Botn

  • Öll þurrefnin eru sett í hrærivélina og þeim létt blandað saman með sleif.
  • Næst fer allt blauta innihaldið í hrærivélina og allt hrært saman.
  • Kökudeiginu er skipt jafnt á milli í þrjú smurð hringform og inn í ofn í 30-35 mínútur.

Rjómi

  • Rjóminn er þeyttur og flórsykri og vanilludropum er bætt við í lokinn. Þessu er hrært saman.
Rjómi

Súkkulaðibráð

  • Smjörið er brætt í potti þar til það byrjar að sjóða.
  • Þá er því hellt yfir mulið súkkulaðið í hitaþolinni skál og hrært þar til það verður silkimjúkt.
  • Athugið að útbúa ekki súkkilaðibráðina fyrr en þið eruð tilbúin að stafla kökunni upp, því súkkulaðið stífnar.

Ber

  • Berin eru skorin niður að vild, best að hafa þau frekar smátt skorin fyrir miðjuna en hægt að hafa þau heil á toppnum.

Samsetning

  • Þá er bara að byrja að stafla kökunni: Kökubotn - súkkulaði- rjómi- ber … Kökubotn - súkkulaði - rjómi - ber … Kökubotn - súkkulaði - ber.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir