Menu
Súkkulaði- og bananaterta með perum

Súkkulaði- og bananaterta með perum

Frábær terta í sunnudagskaffið.

Innihald

1 skammtar

Botnar:

egg
bolli sykur
bolli hveiti
kakó
kartöflumjöl
lyftiduft

Bananakrem:

smjör við stofuhita
flórsykur
stappaðir bananar

Súkkulaðibráð:

smjör við stofuhita
flórsykur
suðusúkkulaði
egg
Nokkrir vanilludropar

Skref1

 • Botnar:
 • Ofn hitaður í 180°C.
 • Egg og sykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós.
 • Þá er þurrefnunum blandað saman við með sleikju.
 • Skiptið deiginu jafnt í tvö form og bakið við 180°C í 20 mínútur á blæstri.
 • Látið botnana kólna alveg áður en bananakremið er sett á milli.

Skref2

 • Bananakrem:
 • Smjör og flórsykur þeytt vel saman. Því næst er stöppuðum bönunum bætt út í.
 • Það er gott að kæla kremið inni í ísskáp áður en það er sett á milli botnana.

Skref3

 • Súkkulaðibráð:
 • Smjör, flórsykur og egg þeytt saman. Súkkulaði brætt yfir gufu og hellt út í eftir að það hefur kólnað aðeins, ásamt vanilludropunum.
 • Í minni fjölskyldu skreytum við þessa tertu með niðursoðnum perum og þeyttum rjóma.

Höfundur: Tinna Alavis