Bakaður Brie er eitt það allra besta og hér er klárlega búið að taka slíkt á næsta stig. Brie bitar sem búið er að velta upp úr pistasíuhjúp og steikja, toppað með rifsberjum og chili hunangi. Þetta er svo dásamlega gott og fullkomið fyrir næsta saumaklúbb, boð eða á aðventunni.
| Bónda Brie | |
| egg | |
| panko raspur | |
| pistasíukjarnar | |
| saxað ferskt rósmarín | |
| salt | |
| pipar | |
| chili hunang | |
| • | rifsber |
| • | olía til steikingar |
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir