Menu
Stökkar smákökur með saltaðri karamellu og súkkulaði

Stökkar smákökur með saltaðri karamellu og súkkulaði

Himneskar smákökur sem líkjast helst konfektmolum.

Innihald

1 skammtar
hveiti
kakó
sjávarsalt
smjör við stofuhita
sykur
púðursykur
egg
vanilludropar
súrmjólk
saltkringlur
pekanhnetur
eggjahvíta

Toppur:

karamellur, t.d. ljósar Freyju karamellur
rjómi frá Gott í matinn
sjávarsalt
dökkt súkkulaði

Skref1

  • Hrærið saman smjör, sykur og púðursykur þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bætið eggjarauðunni (geymið hvítuna í skál inni í ísskáp), vanilludropum og súrmjólkinni saman við og hrærið.
  • Setjið hveiti, kakó og salt saman í skál og hrærið.
  • Bætið þurrefnunum saman við blönduna smátt og smátt í einu og hrærið á litlum hraða þar til allt hefur blandast vel saman. Passið ykkur að hræra þó ekki of mikið.
  • Myndið stóra kúlu úr deiginu og setjið á disk, setjið plastfilmu yfir deigið og kælið í rúmar 30 mínútur.

Skref2

  • Hitið ofninn í 180 gráðu hita.
  • Takið eggjahvítuna úr kæli og hrærið léttilega með gaffli.
  • Saxið pekanhnetur og saltkringlur smátt niður og setjið í skál.

Skref3

  • Búið til kúlur úr deiginu, um 20 g hver.
  • Setjið hverja kúlu ofan í eggjahvítuna og látið leka vel af, rúllið henni svo upp úr pekanhnetublöndunni.
  • Setjið kökurnar á bökunarplötu með smjörpappír og búið til holu í miðju kökunnar.
  • Bakið í 10 mínútur. Þegar þið takið kökurnar út þarf að þrýsta aftur ofan í miðjuna á hverri köku með skeið svo að holan verði enn til staðar fyrir karamelluna.
  • Látið kökurnar kólna alveg áður en þið setjið karamelluna ofan á.

Skref4

  • Setjið karamellur og rjóma í skál og bræðið í örbylgjuofni. Gott er að hita þær í um 30 sek. í einu og hræra svo inn á milli.
  • Þegar karamellurnar hafa bráðnað er gott að hræra vel og setja svo rúmlega eina tsk. af karamellu ofan á hverja köku, eða þar til holan fyllist.
  • Setjið sjávarsalt ofan á karamelluna.

Skref5

  • Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði eða inni í örbylgjuofni og sprautið fallega ofan á kökurnar.
  • Látið kökurnar bíða aðeins áður en þið setjið þær í box svo karamellan leki ekki.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir