Þessar stökku kjúklinga tortillur, öðru nafni kjúklinga taquitos, eru afskaplega einfaldur og fjótlegur huggulegheitamatur sem smellpassar yfir sjónvarpinu á kósýkvöldi. Ég nota tilbúinn eldaðan kjúkling til að flýta fyrir og eftirleikurinn er leikur einn. Það er mjög gott að bera fram kalda sósu eða sýrðan rjóma til hliðar.
| eldaður kjúklingur | |
| rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn | |
| rifinn ostur | |
| sterk buffalo sósa, 3-4 msk. | |
| vorlaukur | |
| meðalstórar tortilla kökur, eða 12-16 litlar | |
| olía | |
| • | salt og pipar |
| • | límóna og kóríander |
| • | sýrður rjómi, gráðaosta-, hvítlauks- eða önnur köld sósa eftir smekk |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir