Menu
Stökkar kjúklinga tortillur með buffalo sósu og rjómaosti

Stökkar kjúklinga tortillur með buffalo sósu og rjómaosti

Þessar stökku kjúklinga tortillur, öðru nafni kjúklinga taquitos, eru afskaplega einfaldur og fjótlegur huggulegheitamatur sem smellpassar yfir sjónvarpinu á kósýkvöldi. Ég nota tilbúinn eldaðan kjúkling til að flýta fyrir og eftirleikurinn er leikur einn. Það er mjög gott að bera fram kalda sósu eða sýrðan rjóma til hliðar.

Innihald

4 skammtar
eldaður kjúklingur
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
rifinn ostur
sterk buffalo sósa, 3-4 msk.
vorlaukur
meðalstórar tortilla kökur, eða 12-16 litlar
olía
salt og pipar

Meðlæti

límóna og kóríander
sýrður rjómi, gráðaosta-, hvítlauks- eða önnur köld sósa eftir smekk

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.
  • Rífið kjúklinginn niður eða skerið smátt.
  • Skerið vorlaukinn smátt.

Skref2

  • Blandið kjúklingi, rjómaosti, rifnum osti, buffalo sósu og vorlauk saman í skál og smakkið til með salti og pipar.
  • Skiptið blöndunni jafnt á tortilla kökurnar og rúllið upp.

Skref3

  • Leggið vefjurnar á bökunarplötu, penslið með smá olíu og bakið í 15-20 mínútur eða þar til gullinbrúnar og stökkar.
  • Berið fram heitar með kaldri sósu að eigin vali, límónubátum og auka buffalo sósu.
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir