Menu
Steiktur lax á beði af byggotto með snöggpæklaðri agúrku

Steiktur lax á beði af byggotto með snöggpæklaðri agúrku

Þessi réttur er fljótlegur og hentar bæði sem hversdagsmatur og í matarboð. Hér skiptir máli að vera með úrvals íslenskt hráefni.

Innihald

4 skammtar

Lax:

lax
Salt og pipar
smjör

Byggotto

perlubygg
rauður laukur
sellerístöng
sveppir
hvítlauksrif
hvítvínsglas
rjómi frá Gott í matinn
smjör

Snöggpækluð agúrka:

agúrka
hvítvínsedik
salt
sykur
Safi úr hálfri sítrónu

Skref1

 • Byrjið á því að undirbúa agúrkuna þar sem hún þarf um hálftíma til að verða tilbúin.
 • Takið hálfa agúrku og skerið niður í fallega borða (með svokölluðum ,,spiralizer").
 • Veltið þeim upp úr hvítvínsediki, salti, sykri og ferskum sítrónusafa.
 • Látið standa við herbergishita á meðan maturinn er eldaður.
Skref 1

Skref2

 • Skerið rauðlaukinn, selleríið, sveppina og hvítlaukinn og steikið í um 25 g af smjöri þangað til að það er dásamlega mjúkt og ilmandi.
 • Saltið og piprið.

Skref3

 • Sjóðið byggið samkvæmt leiðbeiningum í söltuðu vatni.
 • Bætið svo bygginu saman við grænmetið og blandið vandlega saman.
 • Hellið svo glasi af víni saman við - og látið það sjóða niður.
 • Hellið svo rjómanum saman við - hrærið vandlega saman og látið rjómann sjóða niður.
Skref 3

Skref4

 • Saltið og piprið laxinn og steikið svo í brúnuðu smjöri.
 • Steikið fyrst með roðið niður þangað til að það er stökkt og snúið svo.
 • Þegar fiskurinn er eldaður í gegn þarf ekkert annað að gera en að bera hann fram!
Skref 4

Skref5

 • Svo þarf bara að raða þessu upp. Fyrst byggottó - svo laxinn - síðan agúrkan og berið fram með sneið af sítrónu. Fullkomið.

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson