Menu
Steikt ýsa með osti og paprikusalsa

Steikt ýsa með osti og paprikusalsa

Steiktur fiskur stendur alltaf fyrir sínu og ef þú hefur ekki prófað paprikusalsa með fiskinum er rétti tíminn til þess einmitt í dag.

Innihald

4 skammtar

Steikt ýsa:

Ýsa
Egg
Rjómi frá Gott í matinn
Paprikuduft
Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
Smjör
Olía
Salt og nýmulinn svartur pipar

Paprikusalsa

Rauð paprika
Gul paprika
Græn paprika
Paprikuostur
Söxuð steinselja
Saxaður blaðlaukur
Salt og svartur pipar
Ólífuolía

Steikt ýsa:

  • Skerið ýsuna í bita.
  • Hrærið saman egg, rjóma, paprikuduft, salt og pipar.
  • Veltið ýsunni upp úr eggjablöndunni og steikið á báðum hliðum á pönnu í smjörinu og olíunni.
  • Setjið ýsuna í eldfast mót og hellið restinni af eggjablöndunni yfir.
  • Stráið pizzaostinum yfir og bakið við 180°C í um 12 - 14 mínútur.
  • Berið fram með soðnum kartöflum og paprikusalsa.

Paprikusalsa:

  • Skerið grænmetið og ostinn smátt og blandið vel saman við smá olíu.
  • Smakkið til með salti og pipar.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson