Menu

Steikt ýsa með osti og paprikusalsa

Innihald

4 skammtar

Steikt ýsa:

Salt og nýmulinn svartur pipar
Ýsa
Egg
Rjómi frá Gott í matinn
Paprikuduft
Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
Smjör
Olía

Paprikusalsa

Salt og svartur pipar
Rauð paprika
Gul paprika
Græn paprika
Paprikuostur
Söxuð steinselja
Saxaður blaðlaukur
Ólífuolía

Steikt ýsa:

  • Skerið ýsuna í bita.
  • Hrærið saman egg, rjóma, paprikuduft, salt og pipar.
  • Veltið ýsunni upp úr eggjablöndunni og steikið á báðum hliðum á pönnu í smjörinu og olíunni.
  • Setjið ýsuna í eldfast mót og hellið restinni af eggjablöndunni yfir.
  • Stráið pizzaostinum yfir og bakið við 180°C í um 12 - 14 mínútur.
  • Berið fram með soðnum kartöflum og paprikusalsa.

Paprikusalsa:

  • Skerið grænmetið og ostinn smátt og blandið vel saman.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson