Menu
Spínatlasanja með grískri jógúrt og kotasælu

Spínatlasanja með grískri jógúrt og kotasælu

Þau gerast varla einfaldari en þetta góða og matarmikla lasagne.

Innihald

4 skammtar
spínat
kotasæla
grísk jógúrt frá Gott í matinn
Fínrifinn börkur af 1 sítrónu
Sjávarsalt og svartur pipar
Múskat, eftir smekk
tómatapassata
rjómi frá Gott í matinn
fersk basilíka, fínsöxuð
hvítlauksrif, marið
rauðar chillíflögur
Lasanjaplötur, eins og þurfa þykir, ferskar eða þurrkaðar
Smjörklípa
Rifinn mozzarella frá Gott í matinn

Skref1

 • Stillið ofninn á 200°.
 • Kreistið eins mikið vatn og hægt er úr spínatinu.
 • Blandið því saman við gríska jógúrt, kotasælu og sítrónubörk.
 • Smakkið til með salti, pipar og múskati.

Skref2

 • Hrærið saman í annarri skál tómatapassata, rjóma, basilíku, hvítlauki og chillíflögum.

Skref3

 • Smyrjið eldfast mót með smjöri.
 • Leggið lasagnaplötur yfir.
 • Setjið helminginn af spínatblöndunni yfir.
 • Leggið lasanjaplötur ofan á og endurtakið með afganginum af spínatblöndunni.
 • Leggið lasanjaplötur ofan á og hellið síðan tómatarjómasósunni yfir.
 • Sáldrið ostinum yfir og bakið í 40-45 mínútur.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir