Menu
Spínatboost

Spínatboost

Ég elska góða skyrdrykki og þennan prófaði ég fyrst fyrir löngu og hef gert ýmsar útfærslur af honum hingað til. Þessi er saðsamur og fullur af orku og ég mæli með að þið prófið!

Innihald

2 skammtar
Ísey skyr vanilla
spínat
vanillublanda eða léttmjólk
banani
döðlur (6-8 stk.)
hnetusmjör
klakar
spirulinaduft + í hliðarnar (má sleppa)

Aðferð

  • Setjið öll innihaldsefni saman í blandarann og blandið vel.
  • Gaman er að skreyta glasið að innan með smá skyri og spirulinadufti áður en drykknum er hellt í glas.
  • Njótið á meðan drykkurinn er kaldur.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir