Menu

Innihald

3 skammtar

Spínatbollur:

spínat, saxað
kotasæla
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
heilhveiti, meira ef þarf
egg
graslaukur, fínsaxaður
hvítlauksrif, marið
rauðar piparflögur
Örlítið sjávarsalt
Repjuolía til steikingar

Kirsuberjatómatasalat:

hvítlauksrif, marið
ólífuolía
rauðvínsedik
Sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk
kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
ferskt basilíkum, saxað

Skref1

  • Hrærið saman í skál fyrstu þremur hráefnunum sem eiga að fara í salatið.
  • Smakkið til með salti og pipar.
  • Setjið tómatana og basilíkuna saman við.
  • Geymið.

Skref2

  • Blandið saman öllum bolluhráefnunum.
  • Ef blandan er of blaut bætið þá meira heilhveiti út í.
  • Mótið bollur sem eru um 1 kúfuð matskeið að stærð.
  • Sáldrið heilhveiti á borðplötu og rúllið bollunum upp úr.
  • Leggið á heilhveitistráð fat.

Skref3

  • Takið fram víðan pott og sjóðið vatn.
  • Setjið bollurnar í hollum í pottinn og sjóðið þar til þær fljóta upp úr, um 3 mínútur.
  • Leggið til hliðar.

kref 4

  • Hitið olíuna á pönnu og steikið bollurnar þar til gullnar.
  • Blandið þeim síðan varlega saman við kirsuberjatómatasalatið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir