Menu
Spínat- og þistilhjörtuídýfa með nachos flögum

Spínat- og þistilhjörtuídýfa með nachos flögum

Ekta amerískur draumur. Ídýfa sem gengur í öllum boðum og partýjum, jafnt sumar sem vetur. Sniðug á hlaðborð þar sem fólk á öllum aldri kemur saman.

Innihald

6 skammtar
ólífuolía
smjör
lítill laukur, smátt saxaður
hvítlauksrif, smátt söxuð
hveiti
kjúklingasoð
rjómi
rifinn parmesanostur
sítrónusafi
sykur
sýrður rjómi
rifinn cheddarostur
frosið spínat, afþýtt
niðursoðnir ætisþistlar
tabasco sósa
nachos flögur

Aðferð

  • Bræðið saman olíu og smjör í potti á miðlungs hita. Setjið lauk saman við og mýkið hann í 3-4 mínútur. Bætið þá hvítlauk saman við og bætið við öðrum 2-3 mínútum. Stráið hveiti yfir laukinn og hrærið í 3-4 mínútur, þar til blandan er gullin og áferðarfalleg. Hellið kjúklingasoði yfir í nokkrum hlutum og hrærið vel í á milli eða þar til blandan tekur að þykkna og hún verður kekkjalaus.
  • Komið upp suðu. Hellið þá rjóma saman við og hrærið vel svo úr verði kekkjalaus jafningur. Takið af hitanum og setjið parmesanost, sítrónusafa, sykur og sýrðan rjóma saman við og hrærið vel. Hrærið þá rifinn ost út í.
  • Kreistið umfram vökva úr spínatinu, saxið það meira ef ykkur þykir þörf á og hrærið saman við blönduna. Látið renna vel af þistilhjörtunum og skerið þau smátt. Nú fara þau út í blönduna. Smakkið til með tabasco sósunni.
  • Setjið hita undir ídýfuna að nýju, hrærið vel í pottinum þar til osturinn er allur bráðinn og ídýfan áferðarfalleg. Berið hana fram heita með nachos flögum, heitum tortillum, bagettusneiðum eða því sem þið kjósið.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir