Menu
Snittur með sætum rjómaosti og jarðarberjum

Snittur með sætum rjómaosti og jarðarberjum

Það er gaman að bjóða upp á léttar, fallegar og bragðgóðar veitingar þegar boðið er í hátíðlega veislu eða í matarboð. Litlar brauðsneiðar (crostini) með fallegu, mismunandi áleggi er skemmtilegt og auðvelt að búa til og vekur mikla ánægju og hentar einmitt mjög vel sem fingramatur.

Innihald

30 skammtar
snittubrauð/baguette
rjómaostur frá Gott í matinn
flórsykur (1-2 msk.)
Jarðarber
Kanilsykur
Sitronmelissa eða mynta

Skref1

  • Stillið ofnhita á 180°C.
  • Skerið baguette í þunnar sneiðar á ská.
  • Ristið sneiðarnar í heitum ofni og snúið þeim við svo báðar hliðar taki lit.
  • Látið sneiðarnar kólna áður en áleggið er sett á.
  • Gott er að rista sneiðarnar með góðum fyrirvara.

Skref2

  • Blandið saman rjómaosti og flórsykri.
  • Skerið jarðarberin í bita.
  • Smyrjið hvert brauð með rjómaostinum.
  • Leggið jarðarber ofan á og stráið kanilsykri yfir.
  • Skreytið með sítrónumelissu eða myntu og púðrið yfir með flórsykri.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal