Menu
Snittur með rjómaosti, bláberjum og apríkósumarmelaði

Snittur með rjómaosti, bláberjum og apríkósumarmelaði

Það er gaman að bjóða upp á léttar, fallegar og bragðgóðar veitingar þegar boðið er í hátíðlega veislu eða í matarboð. Litlar brauðsneiðar (crostini) með fallegu, mismunandi áleggi er skemmtilegt og auðvelt að búa til og vekur mikla ánægju og hentar einmitt mjög vel sem fingramatur.

Innihald

30 skammtar
rúgbrauð
rjómaostur frá Gott í matinn
bláber, frosin eða fersk
Aprikósumarmelaði
Þurrkuð bláber
Saltflögur
Tímian

Skref1

  • Notið lítið kringlótt mót og skerið út lítil brauð úr rúgbrauðinu. Hægt er að frysta brauðin þar til á að nota þau.
  • Úr einni rúgbrauðssneið fást tvær kringlóttar litlar snittur.

Skref2

  • Hrærið rjómaosti saman við bláber í fallegt blátt krem.
  • Kryddið með örlitlu af saltflögum.

Skref3

  • Setjið teskeið af bláberjarjómaosti á hverja brauðsneið.
  • Látið örlítið af aprískósumarmelaði ofan á og stráið nokkrum þurrkuðum bláberum yfir ásamt örlitlu tímian.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal