Menu
Snittur með ostum, tómötum og basilíku

Snittur með ostum, tómötum og basilíku

Ég gerði þessar dásamlega góðu og sumarlegu snittur um daginn. Tekur stutta stund að útbúa snitturnar en þær eru tilvaldar á veisluborðið við öll tilefni í sumar.

Innihald

6 skammtar
baguette brauð
Ostakubbur (Fetakubbur) frá Gott í matinn
askja mozzarella kúlur
askja kirsuberjatómatar
fersk basilíka
ólífuolía
hvítlaukssalt
balsamic vinegar

Skref1

  • Ofninn er hitaður í 200 gráður blástur.
  • Baguette brauðið er skorið niður og því raðað á bökunarpappír.

Skref2

  • Brauðið er penstað með olíu og hvítlaukssalti.

Skref3

  • Ostakubburinn, Mozzarella kúlurnar og tómatarnir eru skornir niður.

Skref4

  • Brauðið er sett inn í ofn í 2 mínútur.
  • Brauðið er þá tekið út og Ostakubbi og Mozzarella kúlum dreift jafnt á snitturnar.
  • Snitturnar eru settar aftur inn í 2-3 mínútur.

Skref5

  • Í lokinn fara tómatarnir og basilikan sett á snitturnar.
  • Best er að setja balsamic vinegar á snitturnar rétt áður þær eru bornar fram þar sem brauðið dregur hana í sig ef hún er of lengi á brauðinu.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir