Menu
Snittur með mexíkóosti, jarðarberjum og hunangi

Snittur með mexíkóosti, jarðarberjum og hunangi

Það er gaman að bjóða upp á léttar, fallegar og bragðgóðar veitingar þegar boðið er í hátíðlega veislu eða í matarboð. Litlar brauðsneiðar (crostini) með fallegu, mismunandi áleggi er skemmtilegt og auðvelt að búa til og vekur mikla ánægju og hentar einmitt mjög vel sem fingramatur.

Innihald

30 skammtar
snittubrauð
askja jarðarber
Hunang, best að nota fljótandi
rjómaostur frá Gott í matinn
Mexíkóostur
Salt og chiliflögur
Ferskt basil

Skref1

  • Stillið ofnhita á 180 °C.

Skref2

  • Skerið baguette í þunnar sneiðar á ská.
  • Ristið sneiðarnar í heitum ofni og snúið þeim við svo báðar hliðar taki lit.
  • Látið sneiðarnar kólna áður en áleggið er sett á.
  • Gott er að rista sneiðarnar með góðum fyrirvara. Eitt baguette er hægt að skera í um 30 sneiðar.

Skref3

  • Skerið jarðarberin í fernt og mexíkóostinn í þunnar sneiðar.

Skref4

  • Smyrjið hverja sneið með rjómaosti og stráið örlítið af grófu salti og nokkrar chiliflögur yfir.
  • Leggið sneiðar af mexikóosti ofan á og skreytið með dropa af hunangi, jarðarberjabita og basilblaði.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal