Menu
Snittur með laxi, smurosti og rauðum hrognum

Snittur með laxi, smurosti og rauðum hrognum

Það er gaman að bjóða upp á léttar, fallegar og bragðgóðar veitingar þegar boðið er í hátíðlega veislu eða í matarboð. Litlar brauðsneiðar (crostini) með fallegu, mismunandi áleggi er skemmtilegt og auðvelt að búa til og vekur mikla ánægju og hentar einmitt mjög vel sem fingramatur.

Innihald

30 skammtar
rúgbrauð
reyktur lax
smurostur með papriku
rjómaostur frá Gott í matinn
krukka rauð hrogn
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn (1 dós)
Steinselja

Skref1

 • Notið lítið kringlótt mót og skerið út lítil brauð úr rúgbrauðinu. Hægt er að frysta brauðin þar til á að nota þau. Úr einni rúgbrauðssneið fást tvær kringlóttar litlar snittur.

Skref2

 • Skerið laxinn í sneiðar.
 • Leggið sneiðarnar ofan á plastfilmu og látið sneiðarnar ná yfir hver aðra þannig að þær myndi eina lengju.
 • Smyrjið lengjuna með paprikusmurostinn.
 • Rúllið lengjuna þétt og varlega saman.
 • Pakkið henni vel inn í plastfilmuna.
 • Setjið lengjuna í frystinn.

Skref3

 • Þegar á að skreyta brauðin er laxalengjan tekin beint úr frystinum og skorin í mátulega bita.
 • Smyrjið hverja brauðsneið með örlitlum rjómaosti.
 • Setjið laxabita á hverja sneið.
 • Ein lítil skeið af sýrðum rjóma er sett á hvern laxabita og svo er skreytt með rauðum hrognum og steinselju.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal