Menu
Snittur með camembert, eplum og pekanhnetum

Snittur með camembert, eplum og pekanhnetum

Jólalegar snittur sem henta vel sem forréttur, í jólaboðin eða í saumaklúbbinn.

Innihald

16 skammtar
Snittubrauð
Mango chutney
epli
Dala-Camembert (eða Dala-Brie)
Pekanhnetur
Hunang eða sýróp

Skref1

  • Snittubrauðið er skorið.

Skref2

  • Smurt með mango chutney og sneið af camembert ostinum bætt við á hverja snittu.

Skref3

  • Snitturnar settar í ofn í 5-7 mínútur við 180 gráður.

Skref4

  • Þegar snitturnar koma út er þunn eplaskífan, pekanhneta og hunang/sýróp sett yfir og borið fram.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir