Menu
Snittur með baunamauki, hráskinku og mozzarella

Snittur með baunamauki, hráskinku og mozzarella

Sniðugt sem smáréttur eða forréttur. Grænu baunirnar gefa hefðbundnu hráefni nýja áferð í skemmtilegri samsetningu.

Innihald

1 skammtar
Mozzarella, rifinn niður
Baguette eða súrdeigsbrauð
Hráskinka, magn eftir stærð sneiða

Baunamauk

frosnar, grænar baunir, látnar þiðna
fersk basilíka eða mynta
hvítlauksrif
rifinn parmesanostur
sýrður rjómi frá Gott í matinn
safi úr einni sítrónu
chillí-flögur
salt og svartur pipar

Skref1

  • Setjið allt hráefnið í maukið í matvinnsluvél og maukið gróflega, tekur um 30 sekúndur.

Skref2

  • Sneiðið brauðið, grillið sneiðarnar aðeins í ofni svo þær fái á sig örlítið stökka húð, nuddið brauðið með hvítlauksrifi og dreypið ólífuolíu yfir hverja sneið.

Skref3

  • Smyrjið brauðið með baunamaukinu, ekki spara það,
  • Leggið hráskinku og rifinn mozzarellaost yfir.
  • Rífið smá parmesanost yfir að lokum og berið fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir