Menu
Smjörsteikt bleikja með jarðarberjasalsa og ostakubbi

Smjörsteikt bleikja með jarðarberjasalsa og ostakubbi

Það er eitthvað svo sumarlegt við þennan dásamlega fisk.

Ég mæli með því að steikja bleikjuna á vel heitri pönnu upp úr nægu af smjöri og krydda með góðu sjávarsalti og nýmöluðum pipar. Galdurinn er svo að elda hana ekki of lengi, taka hana af pönnunni þegar hún er ennþá dálítið hrá í miðjunni og leyfa henni að jafna sig. Þetta er eldamennska sem tekur í mesta lagi fimm mínútur. Ég ber bleikjuna fram með roðhliðina upp því þannig finnst mér roðið haldast lengur stökkt, eins og við viljum hafa það.

Jarðarberjasalsað setur gjörsamlega punktinn yfir i-ið og ég lofa að það kemur skemmtilega á óvart.

Innihald

4 skammtar

Bleikjan:

bleikjuflök
smjör
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Jarðarberjasalsa

vel þroskaðir meðalstórir tómatar
bakki jarðarber
lítill rauðlaukur
handfylli feskt basil
ólífuolía
rauðvínsedik
sjávarsalt og vel af nýmöluðum svörtum pipar
Ostakubbur frá Gott í matinn

Bleikjan

  • Beinhreinsið bleikjuna, skolið undir köldu vatni og þerrið vel.
  • Kryddið með salti og pipar báðum megin.
  • Setjið smjörið á pönnu og stillið á meðalháan - háan hita.
  • Látið smjörið bráðna og þegar það byrjar að freyða leggið fiskinn þá á pönnuna með roðhliðina upp. Steikið í 1-2 mínútur.
  • Snúið svo flakinu við og steikið þar til roðið er stökkt eða í um 3 mínútur. 
  • Leggið á disk og berið fram með jarðarberjasalsanu og myljið ostakubb yfir (ostakubbur hét áður fetakubbur).
Bleikjan

Jarðarberjasalsa

  • Skerið tómatana og jarðarberin smátt og setjið í skál.
  • Saxið laukinn mjög smátt og bætið saman við.
  • Kryddið með svörtum pipar, dálitlu salti og hellið olíunni og edikinu yfir.
  • Skerið basilið frekar smátt og setjið saman við. 
Jarðarberjasalsa

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir