Þetta er einkar fljótlegur réttur sem vandræðalaust er hægt að snara fram í miðri viku - já, eða um helgi ef því er að skipta.
Ég notaði rjómaost með karamelliseruðum lauk - þetta er bragðgóður ostur og þarna er sannarlega að finna sæta lauktóna.
Þetta var sérstaklega vel heppnuð máltíð - lúðan kom einstaklega mjúk og safarík undan hjúp af rjómaosti og smjörsteiktum lauk. Sannkölluð veislumáltíð.
Verði ykkur að góðu.
| spriklandi fersk smálúða | |
| hvítur laukur | |
| rauðlaukur | |
| hvítlauksolía | |
| smjör | |
| rjómaostur með karamelliseruðum lauk | |
| ferskt timjan | |
| salt og pipar |
| basmati hrísgrjón | |
| smjör | |
| saffran | |
| salt og pipar |
Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson