Menu
Smákökukaka á pönnu með karamellufyllingu

Smákökukaka á pönnu með karamellufyllingu

Þessi er skemmtilega öðruvísi og um að gera að prófa þessa aðferð á uppáhaldssmákökudeigið sitt sem og nota ólíka fyllingu.

Það má að sjálfsögðu notast við eldfast mót eða kökuform í stað pönnu, en það er fallegt að bera kökuna fram í henni.

Heimalöguð karamella er góð í kökuna og þá er hún höfð frekar þykk og smurð ofan á deigið.

Bökunartíminn hér er smekksatriði. Því styttri sem tíminn er því mýkri er kakan og minna bökuð í miðjunni.

Innihald

8 skammtar

Kökudeig

mjúkt smjör
sykur
púðursykur
vanilludropar
maple-sýróp
egg
hveiti
lyftiduft
salt
súkkulaðidropar
karamelur, Rolo eða annað karamellusælgæti, skorið í bita (100-150 g)

Aðferð

  • Hitið ofn í 180 gráður. Finnið djúpa pönnu sem má fara í ofn, um 22 cm í þvermál, smyrjið hana að innan og klæðið með smjörpappír.
  • Hrærið saman smjör og sykur ásamt vanilludropum og sýrópi þar til létt og ljóst. Bætið eggjum saman við og látið deigið blandast vel. Þá fara þurrefnin út í og deigið er hrært vel áður en súkkulaðidropar fara saman við.
  • Þrýstið helmingnum af deiginu í pönnuna. Dreifið karamellubitum yfir, ekki spara þá. Setjið þá hinn helminginn af deiginu yfir allt saman og lokið kökunni.
  • Bakið í 15-25 mínútur. Takið úr ofninum og látið kökuna taka sig aðeins áður en hún er skorin og borin fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir