Menu
Skyrskál með mangó, döðlum og hnetusmjöri

Skyrskál með mangó, döðlum og hnetusmjöri

Skyrskál sem hittir beint í mark hjá hnetusmjörsunnendum! Algjör veisla fyrir bragðlaukana sem við mælum sérstaklega með.

Innihald

1 skammtar

Skyrskál

Ísey skyr hreint (170 g)
mangó, frosið
hnetusmjör
döðlur
banani
mjólk, ef þarf að þynna blönduna en má sleppa

Toppur

múslí, hnetusmjör og ögn af dökku súkkulaði

Aðferð

  • Skerið döðlurnar í bita.
  • Blandið innihaldsefnum saman í blandara og hellið í skál.
  • Dreifið múslí, hnetusmjöri og ögn af dökku súkkulaði yfir og njótið.

Höfundur: Íris Kjartansdóttir Blöndahl