Mér finnst ótrúlega gaman að búa til skyrskálar, rétt eins og með boost þá er þetta ansi fín leið til að koma góðri næringu í börn. Þú þarft ekki að eiga mjög kröftugan blandara í þetta, þú getur látið frosnu ávextina bíða á borði í um 5 mínútur og þá er enginn vandi að blanda þessu saman.
| Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði | |
| frosin hindber | |
| frosin bláber | |
| frosið mangó |
| múslí | |
| kókosmjöl | |
| jarðarber |
Höfundur: Helga Magga