Menu
Skyrkaka með stökkum granólabotni

Skyrkaka með stökkum granólabotni

Einföld útfærsla á ljúffengri berja skyrköku þar sem KEA skyr með bláberjum og jarðarberjum er í aðalhlutverki. Hér höfum við skipt út hefðbundnum kexbotni fyrir stökkan granólabotn sem kemur skemmtilega á óvart. Veldu þitt uppáhalds granóla og skelltu í skyrköku við fyrsta tækifæri.

Innihald

6 skammtar
granóla
smjör
KEA skyr með jarðarberjum og bláberjum
fersk bláber og jarðarber til skrauts

Aðferð

  • Myljið granólað aðeins niður og setjið í skál
  • Bræðið smjörið og blandið saman við granólað. Þrýstið blöndunni í botninn á fati eða glösum og kælið
  • Þeytið rjómann
  • Blandið skyrinu og rjómanum varlega saman og leggið blönduna ofan á granóla botninn. Kælið í 2 klst eða yfir nótt.
  • Skreytið með berjum og berið fram.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir