Menu
Skyrkaka með Rice Krispies botni

Skyrkaka með Rice Krispies botni

Ég er mikill Rice Krispies aðdáandi og þar sem ég elska líka skyrkökur fannst mér upplagt að blanda þessu tvennu saman. Útkoman varð þessi líka ljómandi góða skyrkaka með hrískökubotni og óhætt að segja að kakan hafi hitt beint í mark!

Innihald

1 skammtar

Hrískökubotn

smjör
suðusúkkulaði
Lyle's síróp (úr dós)
Rice Krispies

Fylling

Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði (3 dósir)
rjómi frá Gott í matinn
hvítt súkkulaði
jarðarber

Hrískökubotn

  • Setjið bökunarpappír í botninn á um 22 cm smelluformi.
  • Spreyið formið að innan með matarolíuspreyi og þá verður ekkert mál að ná kökunni úr eftir kælingu.
  • Bræðið smjör, súkkulaði og síróp saman í potti, leyfið að sjóða í um eina mínútu og takið af hitanum.
  • Hrærið Rice Krispies saman við, hellið blöndunni í smelluformið og pressið í botninn og upp hliðarnar.
  • Kælið áður en þið setjið fyllinguna í.

Fylling

  • Byrjið á að stífþeyta rjómann.
  • Blandið varlega saman skyri og rjóma með sleif og hellið ofan á hrískökubotninn.
  • Skafið hvítt súkkulaði niður, t.d. með ostaskera og skerið jarðarberin niður.
  • Setjið súkkulaði og jarðarber til skiptis ofan á kökuna og síðan er fallegt að skreyta einnig með ferskum blómum en því má þó sleppa.
Fylling

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir