Menu

Skyrkaka með berjum og hvítu súkkulaði

Innihald

12 skammtar
hafrakex
smjör
rjómi frá Gott í matinn
KEA skyr með bláberjum og hindberjum
bláber
hindber
hvítt súkkulaði

Aðferð

  • Setjið hafrakex í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er orðið fínmalað.
  • Bræðið smjör og hellið saman við kexið og hrærið vel saman.
  • Hellið kexblöndunni í hringlaga form um 22 cm stórt og þrýstið því vel niður í botninn og upp á hliðar formsins.
  • Gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta kexinu vel niður.
  • Þeytið rjómann og hrærið saman við skyrið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Hellið skyrblöndunni yfir kexbotninn og sléttið út með sleif.
  • Setjið bláber og hindber jafnt og þétt yfir kökuna.
  • Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg, passið að súkkulaðið sé ekki mjög heitt þegar það er sett á kökuna. Dreifið hvíta súkkulaðinu óreglulega yfir berin og setjið í kæli þar til kakan er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir