Menu
Skyrkaka með berjum

Skyrkaka með berjum

Ef þið viljið einfaldan og fljótlegan eftirrétt þá er þessi skyrkaka alveg undursamleg! Skyrkökur eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum þessa hér hannaði dóttir Berglindar Hreiðars, alveg sjálf. Lu kex er uppáhaldið hennar í botninn og síðan má leika sér með bragðtegundir af Ísey skyri í fyllinguna. Fersk ber eru síðan alltaf efst á óskalistanum hennar til að setja á toppinn.

Innihald

1 skammtar

Botn

Lu Bastogne kex
smjör, brætt

Fylling og toppur

Ísey skyr með bláberjum og hindberjum
rjómi frá Gott í matinn
bláber
hindber
suðusúkkulaði, saxað

Botn

  • Myljið kexið í blandara/matvinnsluvél þar til það verður duftkennt.
  • Hellið kexmylsnunni í skál og blandið brædda smjörinu saman við.
  • Pressið í botninn á fati/skál og kælið á meðan annað er útbúið.

Fylling og toppur

  • Þeytið rjómann og blandið skyrinu varlega saman við hann og setjið yfir kexbotninn.
  • Skreytið með ferskum bláberjum, hindberjum og söxuðu súkkulaði.
  • Geymið í kæli fram að notkun.
Fylling og toppur

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir