Menu
Skyrkaka í glasi með saltkaramelluskyri

Skyrkaka í glasi með saltkaramelluskyri

Það er lítið mál að færa hefðbundna skyrköku í hrekkjavökubúning með sykuraugum eða öðru skrauti. Hérna er einföld leið til að taka þátt í hrekkjavökugleðinni og lítið málað útfæra eftir þínu höfði.

Innihald

6 skammtar
KEA skyr með saltkaramellu
rjómi frá Gott í matinn
kanilkex
brætt smjör
karamellusósa til skrauts
sykuraugu eða annað hrekkjavökuskraut

Aðferð

  • Myljið kexið í frekar grófa mylsnu. Bræðið smjörið og hrærið því saman við mylsnuna
  • Setjið í botninn á glösum eða í eitt stórt form og kælið
  • Þeytið rjómannn og blandið varlega saman við skyrið
  • Hellið blöndunni yfir kexbotninn og kælið í a.m.k. 2 klst.
  • Skreytið með smá karamellusósu og berið fram.
  • Til að setja kökurnar í hrekkjavökubúning má nota sykuraugu, köngulær, gúmmíorma eða hvað sem fólki dettur í hug til að skreyta kökurnar.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir