Menu
Skinkuhorn

Skinkuhorn

Það er dásamlegt að gæða sér á gómsætum skinkuhornum. Það er einhvern veginn þannig með skinkunhornin að þau passa við hvaða tilefni sem er.  Nesti í skólann, millibiti, hádegissnarl, í kaffitímanum og síðan við hvert tilefni á fætur öðru. Þau eru hversdags en samt svo fín þegar þau eru borin fram í veislum.

Hér er uppskrift sem kemur mjög vel út. Fyllingin dásamleg þar sem beikonsmurostur og skinkumyrja fylla hornin af dásamlegu bragði. Mozzarellaosturinn er síðan bræddur ofan á.

Innihald

30 skammtar

Skinkuhorn:

Mjólk
Vatn
Smjör
Pressuger (má einnig nota þurrger, um 15 g)
Salt
Sykur
Hveiti

Fylling:

Smurostur með beikoni
Smurostur skinkumyrja
Mozzarella rifinn ostur frá Gott í matinn
Skinka, skorin smátt

Skref1

  • Mjólk, vatn og smjör er hitað í potti.
  • Blöndunni er leyft að kólna örlítið þar til hún er ylvolg.

Skref2

  • Sykur, salt og pressuger blandað saman við og blöndunni leyft að standa í um 5 mínútur eða þar til hún er aðeins farin að freyða eða þykkjast.

Skref3

  • Hveitið er að lokum blandað saman við.
  • Deigið hnoðað vel og síðan leyft að lyfta sér á heitum stað í um 1 klst.

Skref4

  • Deigið er skipt í tvennt, flatt út og skorið í tígla.
  • Í hvern tígul er sett beikonsmurostur, skinkumyrja, rifinn ostur og skinka.
Skref 4

Skref5

  • Tíglunum er rúllað upp í horn, penslaðir með eggi og mjólkurblöndu (hrært saman áður en penslað er).
  • Rifnum Mozzarellaosti er sáldrað yfir hvert horn.
Skref 5

Skref6

  • Hornin eru bökuð við 180°C hita (blástur) í um 15 mínútur eða þar til þau eru bökuð í gegn.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir