Menu
Skinkuhorn

Skinkuhorn

Skinkuhornin eru góð við öll tækifæri þar sem ungir sem aldnir eru sólgnir í þetta.

Innihald

24 skammtar
hveiti
volgt vatn
þurrger, 11,8 g
salt
sykur
smjör við stofuhita

Fylling:

léttur smurostur með skinku og beikoni
rifinn pizza ostur
skinka

Toppur:

egg
rifinn pizza ostur

Aðferð

  • Hitið ofninn í 220°C
  • Gerið er leyst upp í volgu vatni.
  • Skinkan er skorin í litla teninga og henni hrært saman við smurostinn.
  • Þurrefnunum er blandað saman í skál.
  • Blandið saman smjörinu, þurrefnum og í lokin vatninu með gerinu.
  • Deigið er hnoðað vel og skorið í 3 jafna bita.
  • Hver biti fyrir sig er flettur út í hring og skorinn í 8 jafna bita, gott er að nota pizzuskera.
  • Skinkublandan ásamt pizza-ost er sett á breiðari endann og rúllað upp frá þeim enda og lokað á hliðunum.
  • Þegar búið er að rúlla öllum upp er þeim leyft að standa í 20-30 mínútur og næst eru hornin pensluð með hrærðu eggi og pizza-ost ef þið eigið afgang.
  • Bökuð í 10 mínútur. Það á til að leka úr skinkuhornunum, það er ekkert mál að taka teskeið og stinga ostinum aftur inn á meðan skinkuhornin eru volg.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir