Menu
Sjávarréttasúpa með karrí og lime

Sjávarréttasúpa með karrí og lime

Innihald

4 skammtar
gulrætur (3-4 stk.), skornar í þunnar sneiðar
fennel, eða u.þ.b., skorið í þunnar sneiðar
blaðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
kartöflur (3-5 stk.), skornar smátt í teninga
sæt kartafla (1/2-1 stk.), skorin í litla teninga
karrí (3-5 tsk. eftir smekk)
túrmerik (3-5 tsk. eftir smekk)
nokkrar chiliflögur
vatn
hvítvínsedik
grænmetis- eða fiskiteningar
stönglar sítrónugras
limelauf/límónulauf (fást bæði þurrkuð og frosin, en má sleppa)
nokkrir dropar Worchestershiresósa
matreiðslurjómi (2-3 dl) eða 1 dós kókosrjómi (400 ml)
ýsa eða annar hvítur fiskur
rækjur (má sleppa)
salt og grófmalaður svartur pipar eftir smekk

Skraut:

spínatblöð

Aðferð

  • Skerið gulrætur, fennel, blaðlauk og kartöflur í bita. Léttsteikið í smjöri eða olíu.
  • Stráið karrí, túrmerik og chiliflögum yfir.
  • Hellið vatni og ediki saman við og bætið grænmetis-/fiskiteningum saman við.
  • Látið sjóða í rúmlega 10-15 mínútur.
  • Berjið sítrónugrasið léttilega svo það opnist. Finnið yndislegan ilminn og skerið það í búta. Setjið bútana í súpuna ásamt limelaufum og worchestershiresósu.
  • Hellið rjóma eða kókósrjóma saman við.
  • Skerið fiskinn í bita og setjið út í súpuna með rækjunum.
  • Smakkið til með salti og pipar.
  • Látið malla í rúmlega 10-15 mínútur eða lengur ef það hentar á mátulegum hita.
  • Skreytið með spínat í lokin.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal