Menu
Sítrónusmákökur með súkkulaðieggjum

Sítrónusmákökur með súkkulaðieggjum

Gular og gómsætar sítrónu smákökur sem upplagt er að gæða sér á um páskana.

Einföld uppskrift gerir um 30 stk.

Innihald

1 skammtar
smjör við stofuhita
sykur
egg
sítrónudropar
vanilludropar
sítrónusafi úr sítrónu
rifinn börkur af sítrónu
gulur matarlitur (má sleppa)
hveiti
matarsódi
lyftiduft
lítil súkkulaðiegg, t.d. M&M, Cadbury, smartís eða annað súkkulaði

Skref1

 • Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.
 • Þeytið saman smjör og egg þar til blandan verður ljós og létt.
 • Bætið eggi saman við og hrærið.
 • 4Setjið sítrónudropa, vanilludropa, sítrónusafa og sítrónubörk saman við og hrærið.
 • Þeir sem vilja setja gulan matarlit gera það svo hér og hræra vel saman. Best er að nota gelmatarlit, en þetta er bara gert til að gera kökurnar gular.

Skref2

 • Blandið hveiti, matarsóda og lyftidufti saman í skál og bætið saman við deigið.
 • Hrærið aðeins þar til allt hefur náð að blandast saman.
 • Skerið súkkulaðieggin gróflega niður og blandið þeim saman við deigið.
 • Myndið kúlur úr deiginu og raðið þeim á bökunarplöturnar með jöfnu millibili, ca. 2-3 cm á milli.
 • Kökurnar eru einnig einstaklega góðar með hvítu súkkulaði fyrir þá sem vilja það frekar.
 • Kælið kökurnar í rúmlega 15 mínútur áður en þið setjið þær inn í ofn.

Skref3

 • Bakið kökurnar í 12-15 mínútur.
 • Takið kökurnar úr ofninum og leyfið þeim að kólna í smá stund áður en þið takið þær af plötunni.
 • Njótið með ískaldri mjólk.
Skref 3

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir