Menu
Sítrónumús

Sítrónumús

Einföld í framkvæmd og borin er fram með biscotti, sjá uppskrift hér.  Mousse er létt í sér þar sem uppistaðan er léttþeyttur rjómi sem síðan er bragðbættur og látin kólna. Biscotti eru þurrar ítalskar kökur sem eru tvíbakaðar og oft bakaðar með möndlum og öðrum hnetum. Gott er að dýfa biscotti í kaffi eða aðra drykki.

Innihald

6 skammtar
sítrónur, safi og börkur
sykur
egg
smjör
hrein jógúrt frá Gott í matinn
þeyttur rjómi frá Gott í matinn

Meðlæti

Biscotti

Aðferð:

  • Skolið sítrónurnar í volgu vatni. Rífið hýðið og kreistið safann.
  • Þeytið sykur og egg þar til létt og ljóst og bætið sítrónusafa ásamt hýðinu saman við eggjablönduna.
  • Bræðið smjör í potti og blandið eggjasítrónukremi saman við. Lækkið hitann. Hrærið stöðugt.
  • Látið þessa blöndu sjóða við vægan hita þar til komið er þykkt krem. Takið frá hitanum og látið kólna.
  • Hellið jógúrtinni í skál og blandið sítrónukreminu saman við.
  • Þeytið rjómann og blandið honum saman við músina / jógúrtsítrónukremið.
  • Setjið í fallegar desertskálar eða glös.
  • Geymið í kæli þar til borið er fram.
  • Skreytið með sítrónuberki (eða einhverju öðru fallegu sem ykkur dettur í hug) og berið fram með biscotti.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal