Menu
Sítrónukaka með glassúr

Sítrónukaka með glassúr

Best er að borða kökuna samdægurs en annars er mikilvægt að geyma hana á kökudisk með loki, í poka eða inni í ofni svo hún þorni ekki upp. 

Innihald

8 skammtar

Sítrónukaka:

smjör við stofuhita
sykur
egg
sítrónubörkur (af um 2 meðalstórum sítrónum)
hveiti
matarsódi
lyftiduft
sjávarsalt
sítrónusafi (úr 1-1,5 sítrónu)
grísk jógúrt frá Gott í matinn
vanilludropar

Sítrónuglassúr:

flórsykur
sítrónusafi (3-4 msk.)

Sítrónukaka

  • Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið ílangt form að innan ásamt því að setja smjörpappír í það.
  • Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bætið eggjum saman við, einu í senn ásamt sítrónuberki og hrærið á milli.
  • Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál og hrærið saman.
  • Setjið gríska jógúrt, sítrónusafa og vanilludropa saman í skál og hrærið vel saman. Blandið hveitiblöndunni og jógúrtblöndunni saman við deigið til skiptis og hrærið á milli.
  • Þegar allt hefur farið saman við deigið er gott að hræra þar til allt hefur blandast vel saman, gott er að skafa hliðar skálarinnar hér.
  • Setjið deigið í bökunarformið og bakið í um 60-70 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
  • Látið kökuna kólna alveg áður en þið setjið glassúrinn á.

Glassúr

  • Setjið flórsykur í skál og hrærið honum saman við sítrónusafann þar til glassúrinn er orðinn sléttur og fínn og setjið svo ofan á kökuna.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir