Menu
Sítrónubollakökur með bláberjakremi

Sítrónubollakökur með bláberjakremi

Mæli með þessum bollakökum í hvaða boði sem er. Snilld að bjóða upp á eina svona köku sem eftirrétt með grillinu í sumar….eða jafnvel fleiri! Njótið.

Innihald

15 skammtar

Bollakökur:

smjör við stofuhita
sykur
egg
vanilludropar
hveiti
lyftiduft
salt
mjólk
sítrónur, börkur og safi

Bláberjakrem:

bláber, frosini eða fersk
safi úr sítrónu
smjör, við stofuhita
flórsykur
rjómi frá Gott í matinn

Sítrónubollakökur

 • Gott er að byrja á því að gera bláberjablönduna sem fer í kremið (sjá aðferð að neðan).
 • Hitið ofninn í 180 gráður og raðið bollakökuformum ofan í bökunarform og setjið á ofnplötu.
 • Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
 • Bætið eggjum saman við einu í senn og hrærið vel á milli ásamt vanilludropum.
 • Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og bætið saman við deigið smátt og smátt í einu ásamt mjólkinni.
 • Setjið því næst börkinn af sítrónunum ásamt safanum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
 • Sprautið deiginu í bollakökuformin og passið að fylla þau ekki meira en 2/3 eða um 2 msk. í hvert form.
 • Bakið í 18-20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
 • Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið krem á þær.

Bláberjakrem

 • Setjið berin í pott ásamt sítrónusafanum. Ef þið notið frosin ber eru þau sett beint í pottinn, ekki þarf að afþýða þau.
 • Hitið bláberin við meðalháan hita og hrærið þar til bláberin hafa myndað mauk sem hefur þykknað. Gott er stappa aðeins bláberin eða kremja þau með sleif.
 • Sigtið bláberin í skál svo hýðið og annað verði eftir.
 • Setjið skálina í kæli.
 • Hrærið smjör þar til það verður ljóst og létt.
 • Bætið flórsykri saman við smátt og smátt í einu og hrærið vel á milli.
 • Gott er að skafa hliðarnar af skálinni á milli.
 • Setjið rjóma saman við og hrærið vel.
 • Þegar bláberjablandan hefur náð stofuhita er henni blandað saman við kremið, skiljið þó eftir rúmlega 3 msk. af bláberjablöndunni til að skreyta kökurnar með.
 • Hrærið þar til kremið hefur fengið fallegan fjólubláan lit og allt hefur blandast vel saman.
 • Sprautið kreminu fallega á hverja köku fyrir sig.
 • Skreytið með ferskjum bláberjum og restinni af bláberjablöndunni.
 • Ef bláberjablandan hefur þykknað of mikið til þess að hægt sé að skreyta með henni, blandi þið einfaldlega aðeins meiri sítrónusafa saman við og hrærið.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir