Menu
Sítrónu ostakökubitar með hindberjum

Sítrónu ostakökubitar með hindberjum

Innihald

1 skammtar

Botn:

kalt smjör
hveiti
sykur
salt

Fylling:

rjómaostur, við stofuhita
sykur
egg
sýrður rjómi
sítrónusafi
vanilludropar

Sítrónulag:

egg
sykur
safi úr sítrónu
hveiti

Botn

 • Ofn hitaður í 165 gráður með blæstri. Vinnið saman í botninn hveiti, smjör, sykur og salt í hrærivél eða með fingrunum þar til blandan líkist blautum sandi. Hellið í form (skúffukökuform er passlegt) og þrýstið deiginu niður og út í hliðarnar. Bakið í 15 mínútur og takið út.

Fylling

 • Lækkið hitann á ofninum í 150 gráður.
 • Hrærið saman rjómaost og sykur þar til silkimjúkt.
 • Bætið restinni af hráefnunum saman við og hrærið vel saman.
 • Dreifið úr fyllingunni yfir heitan botninn og setjið aftur inn í ofn í 15 mínútur.

Sítrónulag

 • Þeytið saman egg og sykur þar til vel blandað saman.
 • Hrærið sítrónusafa og hveiti saman við.
 • Hellið hægt og varlega yfir heita ostakökuna.
 • Bakið áfram við 150 gráður í um 30 mínútur.
 • Takið úr ofninum og látið kólna við stofuhita í um 1 klst og setjið svo í ísskáp.
 • Berið fram kalt eða við stofuhita.
 • Dustið flórsykri yfir og skreytið hvern bita með hindberi. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir