Menu
Sítrónu- og bláberjakaka

Sítrónu- og bláberjakaka

Nú fer að líða undir lok sumarsins og hægt er að næla sér í dásamleg bláber út í mó. Það er reyndar hægt að svindla örlítið með þessa köku þar sem við höfum orðið aðgengi að svo góðum bláberjum nánast allt árið um kring. Kakan er einstaklega þétt í sér en svo fersk og góð á sama tíma.

Innihald

1 skammtar
sykur
börkur af einni sítrónu
egg
vanilludropar
ylliblómaþykkni (fæst í Ikea en má sleppa)
hveiti
lyftiduft
salt
smjör, bráðið
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
bláber

Krem

rjómi frá Gott í matinn
íslenskur mascarpone frá Gott í matinn
vanilludropar
flórsykur

Skref1

  • Stillið ofn á 175°C.
  • Vigtið sykur og setjið í hrærivélarskál, rífið börkinn af sítrónunni ofan í sykurinn og blandið létt saman með skeið.
  • Bætið eggjunum, vanilludropum og ylliblómaþykkni saman við og hrærið vel í 3-5 mínútúr, þangað til að áferðin er létt og ljós.

Skref2

  • Vigtið hveiti og blandið saman við ásamt lyftidufti og salti, og setjið vélina af stað á lágri stillingu.
  • Smjörið er brætt og sett út í ásamt sýrða rjómanum.
  • Hrærið saman þangað til að hráefnin eru samlaga en ekki lengur.

Skref3

  • Takið sleikju og skafið meðfram hliðum og botni á skálinni til að vera viss að allt hafi blandast saman. Takið síðan bláberin og hrærið létt saman við deigið með sleikju.
  • Spreyið 20-25 cm form að innan með Pam spreyi, hellið deiginu í formið og bakið í ofni í 40-50 mín. Ef kakan fer að dökkna um of áður en hún er tilbúin er gott að setja álpappír yfir hana.
  • Leyfið kökunni að kólna áður en kremið er sett á.

Skref4

  • Næst er það kremið.
  • Takið fram tvær skálar, létt þeytið rjóma í annarri og mascarponeost, vanilludropa og flórsykur í hinni.
  • Blandið rjómanum saman við ostablönduna í tveimur skömmtum og hrærið vel saman.

Skref5

  • Setjið kökuna á disk og dreifið öllu kreminu ofan á hana.
  • Gott er að setja fleiri bláber ofan á kremið, sem gefur kökunni ferskleika á móti bökuðu berjunum og sáldra síðan flórsykri yfir í lokin.
Skref 5

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir