Menu
Silkimjúk sætkartöflusúpa

Silkimjúk sætkartöflusúpa

Veturinn kallar á matarmiklar súpur, svo þægilegur matur þar sem oft er gott að nýta grænmeti sem er komið er á síðasta séns í súpur. Þessi súpa er próteinrík en ég er einnig með hugmyndir um hvernig hægt er að auka próteinmagnið í henni.

Innihald

4 skammtar
laukur (145 g)
hvítlauksrif
ólífuolía
gulrætur (110 g)
sæt kartafla (550 g)
kotasæla
kjúklingabaunir (230 g)
salt
pipar
hvítlauksduft
smá chili (má sleppa)
grænmetiskraftur
vatn

Skref1

  • Byrjið á að skera allt grænmeti í litla bita.
  • Setjið hvítlauk og lauk í pott og steikið upp úr olíunni.
  • Bætið smám saman restinni af grænmetinu í pottinn ásamt kryddinu.

Skref2

  • Setjið vatnið út í pottinn og látið súpuna sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur eða lengur.
  • Þegar grænmetið er allt orðið mjúkt er kotasælan sett út í súpuna og súpan svo maukuð með töfrasprota svo hún verði silkimjúk.
  • Mjög gott að setja smá sýrðan rjóma yfir súpuna og rifinn ost, ég set það á borðið svo hver og einn geti fengið sér.

Skref3

  • Til að fá meiri fyllingu í súpur set ég oft smá pasta út í súpur fyrir krakkana. Til að auka próteinmagnið er sniðugt að notast við próteinpasta til að bæta út í. Einnig er mjög gott að harðsjóða egg og setja út í súpuna til að auka bæði fitu og prótein.
  • Svo er einnig sniðugt að búa til próteinríkt hvítlauksbrauð með því að nota uppskriftina að próteinpizzunni, búa til lítil brauð, pensla með eggjahvítu og strá hvítlauksdufti ofan á og smá salti.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 7,2 g - Prótein: 3,6 g - Fita: 1,7 g - Trefjar: 1,4 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða sætkartöflusúpa.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga