Menu
Síld með wasabi og skyri

Síld með wasabi og skyri

Síldin á sinn sess á jóla- og hátíðarborðum margra landsmanna og hér er á ferðinni spennandi útfærsla þar sem skyr og wasabi leika stórt hlutverk.

Innihald

6 skammtar
Salt og pipar
Hreint skyr
Sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn
Laukur fínt saxaður
Wasabi
Vatn
Sushi engifer (smátt saxaður)
Marineruð síld (6-700 g)

Skref1

  • Hrærið saman vatni og wasabi.

Skref2

  • Bætið í skyri, sýrðum rjóma, lauk og sushi engiferi.

Skref3

  • Kryddið með salti og pipar.

Skref4

  • Bætið í marineraðri síld.

Skref5

  • Gott er að láta standa í tvo til þrjá tíma áður en borið er fram.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson