Menu
Síld með eplum og gráðaosti

Síld með eplum og gráðaosti

Innihald

6 skammtar
Salt og svartur pipar
Ab mjólk
Gráðaostur
Saxaður graslaukur
Worchestershire sósa
Tabasco sósa (3-4 dropar)
Sítrónusafi
Sellerí
Epli
Marineruð síld

Skref1

  • Hreinsið og skerið sellerístilkana í litla strimla.
  • Sjóðið í 1-2 mínútur og kælið.

Skref2

  • Hrærið saman ab mjólkinni, gráðaostinum, graslauknum, worchestershire sósunni, tabascoinu og sítrónusafanum.
  • Bætið saman við selleríið.

Skref3

  • Skrælið og kjarnahreinsið epli, skerið það í bita og hrærið öllu saman.
  • Blandið síldínni varlega saman við.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson