Menu
Sígildar vöfflur með sírópi og þeyttum rjóma

Sígildar vöfflur með sírópi og þeyttum rjóma

Vöfflur eru mitt allra uppáhalds bakkelsi því það er svo fljótlegt að skella í þær og þær geta verið bæði mjög sparilegar en á sama tíma passað í fullkomlega í kaffitíma á þriðjudegi. Þær geta líka verið svo fjölbreyttar, sumir setja smjör og ost ofan á þær, aðrir vilja bara rabarbarasultu og rjóma, enn aðrir síróp, nutella eða jafnvel bara flórsykur og fersk ber. Möguleikarnir eru endalausir! Þessi uppskrift er sígild, aðeins stökkar að utan en mjúkar að innan. Léttar í sér og með góðu vanillubragði.

Innihald

1 skammtar
hveiti
lyftiduft
matarsódi
salt
sykur
súrmjólk
egg
olía
vanilludropar
léttmjólk
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
síróp
fersk jarðarber

Aðferð

  • Blandið þurrefum saman í skál og hrærið í með písk.
  • Setjið súrmjólk, egg, olíu og vanilludropa saman við og byrjið að hræra deigið.
  • Setjið þá léttmjólkina smám saman við en með því að gera það verður það kekkjalaust.
  • Bakið vöfflurnar í venjulegu vöfflujárni og berið fram með sírópi, þeyttum rjóma og ferskum jarðarberjum.

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal