Vöfflur eru mitt allra uppáhalds bakkelsi því það er svo fljótlegt að skella í þær og þær geta verið bæði mjög sparilegar en á sama tíma passað í fullkomlega í kaffitíma á þriðjudegi. Þær geta líka verið svo fjölbreyttar, sumir setja smjör og ost ofan á þær, aðrir vilja bara rabarbarasultu og rjóma, enn aðrir síróp, nutella eða jafnvel bara flórsykur og fersk ber. Möguleikarnir eru endalausir! Þessi uppskrift er sígild, aðeins stökkar að utan en mjúkar að innan. Léttar í sér og með góðu vanillubragði.
hveiti | |
lyftiduft | |
matarsódi | |
salt | |
sykur | |
súrmjólk | |
egg | |
olía | |
vanilludropar | |
léttmjólk | |
• | rjómi frá Gott í matinn, þeyttur |
• | síróp |
• | fersk jarðarber |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal