Menu
Shakshuka brunch réttur með eggjum og fetaosti

Shakshuka brunch réttur með eggjum og fetaosti

Æðislega góður og einfaldur réttur sem er fullkominn á morgunverðar- eða hádegisborðið með góðu súrdeigsbrauði.

Innihald

4 skammtar
olía
laukur
hvítlauksrif
paprikur
cayenne pipar
cumin duft
niðursoðnir tómatar, tvær stórar dósir
egg
salt og pipar
kóríander
jalapeno
fetakubbur frá Gott í matinn

Skref1

  • Byrjið á því að hita olíu á pönnu og steikja lauk þar til hann verður glær og mjúkur, bætið þá við hvítlauk og papriku og steikið í nokkrar mínútur.

Skref2

  • Næst fara niðursoðnir tómatar út á pönnuna, ásamt kryddum og látið malla í um 5 mínútur.
  • Gott er að nota eina dós af alveg söxuðum tómötum og aðra dós með tómatbitum, en veljið bara þá tómata sem ykkur þykja bestir.

Skref3

  • Næst eru gerð göt ofan í tómatblönduna með skeið og eggin sett ofan í götin og pönnunni lokað þar til eggjahvítan hefur eldast en það eru um 5 mínútur.

Skref4

  • Þegar eggin eru tilbúin er pannan tekin af hellunni og á toppinn er bætt við fetaost, kóríander og jalapeno eftir smekk.
Skref 4

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir