Menu
Samlokur með Gotta osti á þrjá vegu

Samlokur með Gotta osti á þrjá vegu

Vantar þig hugmyndir að frábærtu nesti fyrir skólakrakka? Hér eru á ferðinni þrjár gómsætar útgáfur af samlokum sem eru fullkomnar í nestisboxin.

Innihald

1 skammtar

Samlokur með Gotta osts salati:

rifinn Gotta ostur
rauð paprika, smátt söxuð
vorlaukar, smátt saxaðir
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
majónes
nokkrir dropar Tabasco sósa (má sleppa)
örlítið salt og pipar
samlokubrauð

Samlokur með Gotta osti, rjómaosti og salami:

gott salami/spægipylsa
gúrkusneiðar
rjómaostur með kryddblöndu frá Gott í matinn
nokkrar sneiðar af Gotta osti
samlokubrauð

Samlokur með Gotta osti, skinku og sætu sinnepi

silkiskorin skinka
grænt salat
nokkrar sneiðar af Gotta osti
samlokubrauð

Samlokur með Gotta ostasalati

  • Blandið öllum hráefnum saman, smakkið til með tabasco sósu, salti og pipar.
  • Smyrjið á samlokubrauð og skerið í bita eða hringi.
  • Salatið er einnig afar gott ofan á kex eða ristað brauð.

Samlokur með Gotta osti, rjómaosti og salami

  • Smyrjið samlokubrauð með rjómaosti.
  • Leggið Gotta ost ofan á, því næst gúrku og salami.
  • Smyrjið aðra brauðsneið með rjómaosti og leggið ofan á.
  • Skerið í bita eða hringi.

Samlokur með Gotta osti, skinku og sætu sinnepi

  • Smyrjið samlokubrauð með þunnu lagi af sætu sinnepi, leggið Gotta ost ofan á, því næst skinku og salat.
  • Smyrjið aðra brauðsneið með sinnepi og leggið ofan á.
  • Skerið í bita eða hringi.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir