Menu
Samloka með reyktum silungi eða laxi í eggjasalati

Samloka með reyktum silungi eða laxi í eggjasalati

Sniðug uppskrift ef til er afgangur af reyktum silungi eða laxi í ísskápnum. Girnilegt á góða samloku en líka uppskrift sem fer vel í míní-samlokum og með bagettusneið sem einn réttur á smáréttaborð.

Innihald

6 skammtar

innihald

reyktur silungur eða lax, skorinn í fína bita
majónes
sýrður rjómi frá Gott í matinn
harðsoðin egg
fínt rifinn sítrónubörkur
hunangssinnep
salt og svartur pipar
ferskar kryddjurtir, s.s. dill eða graslaukur (má sleppa)
hvítar samlokubrauðsneiðar eða bagettusneiðar

Skref1

  • Setjið allt hráefnið, fyrir utan brauðið, í matvinnsluvél og maukið gróflega.
  • Ef ekki er notuð matvinnsluvél er hráefnið hrært vel saman og eggin látið maukast vel út í salatið svo það verði fallega gult á litinn.
  • Notið í míní-samlokur þar sem skorpan er skorin af brauðinu og hver samloka skorin í fjóra minni bita eða setjið á bagettusneiðar.
  • Líka gott sem fljótlegur málsverður.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir