Menu
Salat með smjörsteiktum perum og Dala Brie

Salat með smjörsteiktum perum og Dala Brie

Ég sá Hörpu Ólafs vinkonu mína gera þetta salat í story fyrir einhverju síðan og hún er algjör gúrme kona! Ég var búin að hafa þetta salat á óskalistanum síðan og um helgina fékk ég hjá henni aðferðina og bauð upp á þetta með sunnudagssteikinni. Það voru allir gjörsamlega að missa sig yfir þessu og salatið hvarf upp til agna. Hún segist ýmist hafa þetta með máltíð sem meðlæti eða hreinlega bara til að narta í með góðu vínglasi. Einnig setti hún ferskar fíkjur á kantinn en þær eru bæði fallegar og góðar með ef þið finnið slíkar.

Innihald

1 skammtar
klettasalat
stór pera
Dala Brie
smjör
pistasíukjarnar
hunang
balsamik gljái

Aðferð

  • Hellið klettasalatinu á disk/fat.
  • Skerið peruna í teninga og steikið upp úr smjöri við vægan hita þar til bitarnir fara að mýkjast, takið þá af pönnunni og stráið yfir klettasalatið.
  • Skerið Dala Brie ostinn næst í teninga og steikið stutta stund upp úr smjöri, dreifið síðan úr ostinum yfir salatið (teningarnir bráðna vel niður og gott er að nota gaffal til að taka þá af pönnunni og koma yfir á salatið).
  • Stráið nú pistasíum yfir allt saman og toppið með hunangi og balsamik gljáa.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir