Menu
Salat með karmelluðum valhnetum og Dala Auði

Salat með karmelluðum valhnetum og Dala Auði

Þetta salat er guðdómlega gott, ég er búin að hugsa um það í 2 vikur frá því ég keypti mér svipað take away salat í boxi í New York og hugsaði strax um að ég ætlaði að apa eftir því þegar ég kæmi heim. Ég ákvað að slá til með smá breytingum að sjálfsögðu. Dala Auður fer svakalega vel með salatinu og samsetningin á hráefnunum er algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það verður enginn svikinn skal ég segja ykkur.

Innihald

4 skammtar
blandað salat
smá ruccola
rauðlaukur
trönuber eftir smekk
valhnetur eftir smekk
sítróna
sykur
vatn
balsamic vinegar
Dala Auður

Aðferð

  • Valhneturnar eru settar í ofn í 20 mínutur, teknar út og látnar kólna.
  • Í pott fer 1 bolli sykur á móti hálfum bolla vatni og látið malla þar til sykurblandan byrjar að verða brún þá er potturinn strax tekinn af svo sykurinn brenni ekki.
  • Valhneturnar eru settar á bökunarpappír og karamellunni hellt varlega yfir þær. Karamellan þarf ekki að þekja hneturnar heldur er gott að hafa bara smá á hverri hnetu.
  • Öllu er svo blandað saman í skál og toppað með nokkrum sítrónudropum og balsamic.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir