Menu
Salat með hægelduðum tómötum og salatosti

Salat með hægelduðum tómötum og salatosti

Athugið að hlutföll verða að fara eftir smekk þegar salat sem þetta er sett saman.

Innihald

6 skammtar

Hægeldaðir tómatar og fetaostur:

kirsuberjatómatar, eða aðrir góðir
salatostur, í teningum eða heill ostakubbur rifinn niður
hvítlaukur, rifinn tekin sundur, mega vera í hýðinu
ferskt timjan eða önnur kryddjurt, má sleppa en gefur gott bragð
salt og pipar
góð ólífuolía

Í salatið:

ferskt salat að eigin vali, t.d. romain-salat
góður túnfiskur
svartar ólífur
soðin egg
sýrður rjómi frá Gott í matinn
ristað brauð

Dressing:

góð ólífuolía
edik, t.d. epla- eða hvítvínsedik
dijon sinnep
salt og pipar

Hægeldaðir tómatar og fetaostur

  • Hitið ofn í 160 gráður.
  • Skerið tómata í tvennt, setjið í ofnfast fat. Hvítlauksrif með.
  • Dreifið úr fetaosti yfir.
  • Salt og pipar.
  • Ólífuolía og timjan.
  • Þetta fer í ofninn og látið hægeldast þar til tómatarnir eru lungamjúkir og farnir að þorna aðeins upp og hvítlaukurinn er gullinn og sérlega mjúkur.

Salatið

  • Salat, túnfiskur, ólífur og egg er hráefni sem fer í salatið með tómatablöndunni.
  • Athugið að bakaði hvítlaukurinn getur að sjálfsögðu farið í salatið en einnig er gott að rista brauð, smyrja það með sýrðum rjóma og kreista hvítlaukinn yfir. Borða brauðið með salatinu.

Dressing

  • Hrærið allt hráefnið saman.

Samsetning

  • Það er hægt að setja salatið saman og bera fram á stóru fati en einnig er fallegt að bera bakaða tómatana fram á fati og annað hráefni í skálum svo hver og einn setji saman salatdisk fyrir sig.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir