Menu
Salat með fetaosti, steiktum perum og valhnetum

Salat með fetaosti, steiktum perum og valhnetum

Innihald

4 skammtar

Salat

pálmasykur, hrásykur eða púðursykur
vatn
svartur pipar
perur, hver skorin langsum í 8 lengjur
valhnetur eða pekanhnetur, saxaðar
ferskt salat, t.d. blanda af spínati og klettasalati
Dala fetaostur, mulinn

Salatsósa

sítrónusafi
hrísgrjónaedik
Dijonsinnep
skallotulaukur, fínsaxaður
ólífuolía

Aðferð

  • Setjið sykur, vatn og pipar á pönnu og látið sjóða þar til sykurinn er uppleystur. Steikið þá perusneiðarnar í stutta stund. Takið af pönnunni og látið hneturnar út á og veltið þeim upp úr sykurbráðinni. Setjið síðan á bökunarpappír.
  • Hrærið fyrstu fjórum hráefnunum saman sem eiga að fara í salatsósuna. Hellið síðan olíunni saman við smátt og smátt. Geymið.
  • Hellið salatsósunni yfir salatið. Leggið salatið á fat, raðið perum og hnetum ofan á og sáldrið síðan fetaostinum yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir