Saffran er spennandi krydd sem notað er víða bæði í matreiðslu og í bakstur. Þetta er dýrasta krydd sem til er en það þarf aðeins nokkra þræði í matargerð eða um hálft gram í bakstur. Hið gula fallega saffran og ilmurinn frá því er afskaplega jólalegt.
Fyllingin í bollunum er blanda af marsípan, smjöri og kardemommufræum og passar afskaplega vel við saffranbragðið í bollunum.
Það hentar vel að frysta bollurnar og snúninganna eftir að þeir hafa kólnað. Þá eru þessar dásemdir til allan desember. Svo er bara að ná í poka úr frystinum þegar gestir koma og hita í ofninum við lágan hita.
| smjör | |
| mjólk | |
| sykur | |
| salt | |
| egg | |
| saffran | |
| hveiti (12-14 dl) | |
| þurrger |
| marsípan | |
| smjör | |
| kardemommukjarnar (6-8 stk.), fræin notuð |
| egg | |
| Möndluflögur | |
| Perlusykur |
Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal