Menu
Sætur ricotta með súkkulaði og kanil

Sætur ricotta með súkkulaði og kanil

Pönnukökurnar sjálfar mega vera hefðbundnar pönnukökur eins og þið bakið en hér að neðan er uppskrift að fyllingu. 

Athugið að ef ekki er hægt að nálgast ricottaost þá má nota hreina kotasælu. Láta renna úr henni mesta vökvann (í gegnum kaffipoka eða á nokkrum edhúsrúllubréfum) og stappa hana eða mauka örlítið í matvinnsluvél.

Innihald

2 skammtar

Fylling:

ricottaostur eða hrein kotasæla
börkur af hálfri sítrónu eða lime
hunang
kanill
súkkulaðispænir (2-3 msk.)

Aðferð

  • Hrærið allt hráefnið saman í skál.
  • Látið standa aðeins í ísskáp.
  • Bakið pönnukökur og náið úr þeim hitanum.
  • Smyrjið blöndunni á pönnukökurnar, um matskeið á hverja pönnuköku.
  • Dreifið úr blöndunni, rúllið upp og skerið hverja köku í tvennt.
  • Stráið smá kanil og súkkulaðispæni yfir og berið fram.
  • Skemmir ekki að bera fram þeyttan rjóma með.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir